dcsimg

Kaliforníusardína ( Islandèis )

fornì da wikipedia IS

Sardina (fræðiheiti: Sardinops sagax) er sardina af sildaætt og eina tegundin af ættkvíslinni Sardinops. Nafnið sardinops kemur úr latínu og grísku, orðið sarda þýðir „sardina“; nafn sem tengist eyjunni Sardiníu, og ops kemur frá grísku sem þýðir „að birtast“ eða „sýnd“. Caeruleus hefur margar þýðingar, getur meðal annars þýtt „að lúta sjónum“ eða fyrir dökkan lit, bláan eða því líkt og vísar líklegast að blágræna búk sardínunnar.

Útlit

Sardínur eru þunnvaxnar og sívalar. Hausinn er í meðallagi, augun eru stór en kjafturinn lítill og endastæður. Neðri skoltur teygist fram yfir þann efri þegar kjafturinn er opinn. Tálknalok eru geislagárótt. Bakuggi er á miðum bol en nær trjónu en sporði og raufarugginn er aftar. Öftustu geislar raufarugga eru lengri en hinir. Sporðurinn er stór og djúpsýldur. Kviðuggar eru oftast undir bakugga og eyruggar eru vel þroskaðir. Hreistur er mjög stórt og laust en engar rákir sjást. Kaliforníusarndína er 25-36 cm að lengd en meðallengd hennar er rúmlega 20 cm. Þessi miðlungsstóri fiskur er auðþekkjanlegur með silfurlitaðum búknum og svörtum dílum víða á líkamanum. Meðalþyngd kaliforníusardínunar er 475 gr. Einnig vekur athygli að hún getur orðið allt að 25 ára gömul en fer þó yfirleitt ekki yfir 13 árin.

Lífsferill og lifnaðarhættir

Heimkynni

Kaliforníusardínan er uppsjávarfiskur og lifir innan við 50 m dýpi. Þær sýna þó greinilega dægursveiflu og á daginn eru þær nálægt yfirborði sjávar en þegar myrkra tekur þá fara þær í meira dýpi. Sardínurnar finnast frá suð-austur Alaska að Kaliforníuflóa eða Mexíkó.

Sardínur lifa í vatni nálægt fjöru en einnig utan fjöru, meðfram stöndinni. Þær finnast einnig í árósum. Sardínur kjósa frekar að búa í hlýjum sjó. Frá árunum 1950 – 1970 yfirgáfu margar sardínurnar norðurslóðir þegar hitastig sjóssins fór minnkandi. Nú þegar hitinn hefur farið upp í eðlilegt stig fyrir þær þá hafa þær komið til baka og eru að aukast í miklum mæli við Kaliforníu, Oregon, Washington og Bresku Kólumbíu. Sardínurnar færa sig um set eftir árstíðum. Eldri sardínurnar færa sig frá hryggningarstöðvum í Suður-Kaliforníu og Norður Baja Kaliforníu að hryggningarstöðvum út fyrir Norð-vestur Kyrrahafið og Kanada. Yngri sardínurnar virðast flykkjast að fæðustöðvunum sem aðallega eru í mið- og norður- Kaliforníu.

Fæða

Þar sem kaliforníusardínan er lítil og viðkvæm þá ræður hún ekki við stóra fæðu og því étur hún aðallega dýra- og plöntusvif. Sardínur eru með mikið af seleníum og vítamíninu B12, sem og hátt magn af kalsíum, níasín og fosfór og eiga þar að leiðandi að vera hollar fyrir menn. Varast þarf þó að borða þær í miklu magni því þær eru einnig mjög feitar og eru með hátt kólesteról. Í Kaliforníu er hún soðinn niður og seldur sem sardínur en er einnig framleitt úr honum lýsi og fiskimjöl. Í töflunni hérna fyrir neðan má sjá innihaldslýsingu fyrir eina 100 g sardínu. Að vísu er verið að meina að hún sé roðlaus,beinlaus og innpökkuð í vatn.

Skammtur 1 þyngd 100 gr Kaloríur 217 Prótein 24,58 g Fita 12,37 g Mettuð fitusýra 2,791 g Kolvetni 9 g sykur 0 g Trefjar 0 g Kólesteról 82 mg Seleníum 52,6 mcg Sódíum 918 mg

Æxlun

Karlkyns sardína er kallaður hængur en kvenkyns sardína er kölluð hrygna. Einkenni eggja Kaliforníusardínunnar eru stór egg, frá 1, 3 mm – 2, 1 mm og eru með þunnan og brothættan æðabelg með stóru utanblómabili. Á fyrsta ári verða sardínurnar kynþroska og sumar hrygna þá, en flestar hrygna á öðru ári.

Útbreiðsla

Útbreiðsla á þessari tegund er að einhverju leiti takmörkuð, hún heldur sig að mestu við Norður-Ameríku niður að Mexíkó en á þó til að færa sig upp að Kanada.

Veiði

Löndun á sardínunum náði hámarki í 1936 en þá voru veitt 791.100 tonn af henni. Upp úr 1944 fór löndun að minnka alveg þar til að veiðin féll saman og stofninn hrundi og var greiðslustöðvun lýst yfir árið 1967. Þrátt fyrir að stofninn hafi verið hættulega nálægt útrýmingu þá er hann smám saman að taka við sér aftur og náði hármarki árið 1989 með 509,248 veiddum tonnum, bara í Mexíkó. Á nýjustu árum, þó eftir fækkun árið 1993, þá náði heildarafli 412.433 tonnum árið 1995 en 90% af því var veitt af Mexíkó en restin af Bandaríkjunum og Kanada. Sardínan er veidd á fjórum stöðum, Enenada (Mexíkó), Suður-Kaliforníu (San Pedro að Santa Barbara), miðsvæðis Kaliforníu (Monterey flói) og við Norð-vestan kyrrahafið (Oregon, Washington og Bresku Kólumbíu. Kyrrahafs sardínur, þar á meðal Kaliforníusardínurnar flytja landa á milli og eru þar að leiðandi einhvers konar„yfir landarmæri auðlind“, þær eiga upprunan að rekja til Bandaríkjana, en flytja sig um set til Mexíkó og Kanada. Þó svo að það sé ekkert alþjóðlegt samkomulag um sardínurnar þá hittast vísindamenn og fulltrúar Bandaríkjana, Mexíkó og Kanada árlega þar sem þeir ræða hugmyndir sínar og skiptast á niðurstöðum rannsókna.

Staða stofns

Staða Kaliforníusardínunar hefur verið mismunandi undanfarna áratugi. Eitt sinn mátti finna torfur sem í voru tíu milljónir fiska, en upp úr 1930 veiddist mörg þúsund tonn árlega og við það fækkaði stofninn mjög og um 1967 hrundi stofninn gjörsamlega. Ein ástæðan fyrir ofveiði á þessum tíma var að í kringum fyrri heimsstyrjöldina vantaði meiri næringarrikan mat sem væri auðveldlega hægt að bera með sér á vígvellinum. Ekki var aðeins veitt Kaliforníu Sardínur heldur allar kyrrahafs sardínur sem til voru á svæðinu og voru um 200 skip að veiða. Sardínur tóku um 25% af öllum lönduðum fisk. Þó svo stofninn hafi minnkað mikið við veiði, þá er það ekki eini skaðvaldurinn. Samkvæmt rannsóknum sem framdar voru hefur verið komið í ljós að ofveiði var ekki það eina sem hrjáði stofninn, heldur einnig var það breyting á hringrás sjóssins, sem leiddi til þess að hitastig vatnsins lækkaði til lengri tíma. Sardínur eru hrifnari af heitari sjó og því hafði það mikil áhrif á þær þegar hitastigið lækkaði. Þessar breytingar voru skólabókadæmi um það hversu mikil áhrif hringrásin í sjónum hefur á uppsjávarfiska og sjávarútveg. Upp úr 1980 fór stofninn að taka aftur við sér og hefur verið að koma þéttur til baka.Helstu hættur sem stafa fyrir Kaliforníusardínuna eru aðrir fiskar, sjávarspenndýr og sjófuglar. Auk þess er sardínan veidd af mönnum og notuð sem beita eða til manneldis.

licensa
cc-by-sa-3.0
drit d'autor
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visité la sorgiss
sit compagn
wikipedia IS

Kaliforníusardína: Brief Summary ( Islandèis )

fornì da wikipedia IS

Sardina (fræðiheiti: Sardinops sagax) er sardina af sildaætt og eina tegundin af ættkvíslinni Sardinops. Nafnið sardinops kemur úr latínu og grísku, orðið sarda þýðir „sardina“; nafn sem tengist eyjunni Sardiníu, og ops kemur frá grísku sem þýðir „að birtast“ eða „sýnd“. Caeruleus hefur margar þýðingar, getur meðal annars þýtt „að lúta sjónum“ eða fyrir dökkan lit, bláan eða því líkt og vísar líklegast að blágræna búk sardínunnar.

licensa
cc-by-sa-3.0
drit d'autor
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visité la sorgiss
sit compagn
wikipedia IS