Skallaörn eða hvíthöfðaörn (fræðiheiti: Haliaeetus leucocephalus) er stór ránfugl sem lifir í Norður-Ameríku og er þjóðarfugl Bandaríkjanna. Nafn hans er dregið af einkennandi hvítu höfðinu á fullorðnum fuglum.