dcsimg

Flundra ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Flundra (fræðiheiti: Platichthys flesus) er flatfiskur af flyðruætt. Útbreiðslusvæði hennar er strandsvæði Norður-Evrópu. Flundra er vinsæll matfiskur.

Flundra getur náð allt að 60 sm lengd en er sjaldan lengri en 30 sm. Hún lifir á sjávarbotni frá fjöruborði og niður í um 100 m dýpi og sækir í ísalt og ferskt vatn og getur gengið upp í ár og læki.

Flundra er lík skarkola og sandkola en þekkist frá þeim á því að það eru smáar beinkörtur meðfram bak- og raufaruggi.

Flundra við Íslandsstrendur

Flundra veiddist fyrst við Ísland í september 1999 og virðist tegundin núna vera farin að hrygna við Ísland. Flundra virðist núna breiðast hratt út við landið.[1]

Ekki er vitað hvernig flundran barst þangað en sennilegast að hún hafi borist frá Evrópu, hugsanlega frá Færeyjum. Hrogn og smáseiði flundru eru sviflæg og geta borist með straumum. Flundru hefur orðið vart við ósa og sjávarlón á Suðurlandi.

Tilvísanir

  1. Flundra í Kópavogslæk

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Flundra: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Flundra (fræðiheiti: Platichthys flesus) er flatfiskur af flyðruætt. Útbreiðslusvæði hennar er strandsvæði Norður-Evrópu. Flundra er vinsæll matfiskur.

Flundra getur náð allt að 60 sm lengd en er sjaldan lengri en 30 sm. Hún lifir á sjávarbotni frá fjöruborði og niður í um 100 m dýpi og sækir í ísalt og ferskt vatn og getur gengið upp í ár og læki.

Flundra er lík skarkola og sandkola en þekkist frá þeim á því að það eru smáar beinkörtur meðfram bak- og raufaruggi.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS