dcsimg

Veggjaglæða ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Veggjaglæða (fræðiheiti: Xanthoria parietina[1]), stundum einnig nefnd veggmosi,[1] viðarmosi[1] eða veggjaskóf,[1] er fléttutegund af glæðuætt. Hún finnst á Íslandi þar sem hafrænt loftslag ríkir.[1]

Útlit

Veggjaglæða er gul og mött að ofan en þalið er hvíttleitt að neðan og jaðrarnir lítið eitt uppflettir. Askhirslur eru algengar, appelsínugular að lit með ljósari þalrönd.[1]

Gró veggjaglæðu eru átta í aski, glær, tvíhólfa með þykkum millivegg, 10-15 µm x 5,5-9 µm að stærð.[1]

Búsvæði

Veggjaglæða vex á klettum og er sérstaklega algeng við ströndina. Hún er algeng á Suðurlandi, Vesturlandi og norður eftir Austfjörðum en er mjög sjaldgæf á Norðurlandi.[1]

Nytjar

Áður fyrr var ráðlagt að nota veggjaglæðu til að lækna gulusótt.[2]

Efnafræði

Eins og aðrar tegundir af glæðuætt inniheldur veggjaglæðan gula litarefnið parietín.[1]

Þalsvörun veggjaglæðu er K+ vínrauð, C-, KC-, P-.[1]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 1,8 1,9 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  2. Hörður Kristinsson (1968). Fléttunytjar. Flóra: tímarit um íslenska grasafræði 6(1): 19-25.
 src= Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Veggjaglæða: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Veggjaglæða (fræðiheiti: Xanthoria parietina), stundum einnig nefnd veggmosi, viðarmosi eða veggjaskóf, er fléttutegund af glæðuætt. Hún finnst á Íslandi þar sem hafrænt loftslag ríkir.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS