dcsimg
Image of Fire birch
Creatures » » Plants » » Dicotyledons » » Birch Family »

Fire Birch

Betula populifolia Marshall

Blæbjörk ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Blæbjörk (fræðiheiti: Betula populifolia) er lauffellandi tré ættað frá Norður Ameríku.

Útbreiðsla

Það vex frá suðaustur Ontario austur til Nova Scotia, og suður til Pennsylvania og New Jersey, með aðskilin svæði/skóga í Indiana, Virginia, og North Carolina. Hún kýs snauðan, þurran harðveg, en hún finnst einnig í rökum blandskskógum. Blæbjörk verður um 30 ára, og er algeng landnámstegund á yfirgefnum ökrum og brenndrum svæðum.

Einkenni

Blæbjörk vex fljótt í 10 metra hæð, með 38 sm bol, meir eða minna beinvaxin með grannar greinar. Trén eru oft margstofna af einum meginstofni. Blöðin eru 5 - 7.5 sm löng og 4 – 6 sm breið, stakstæð, egglaga, og enda í totu. Þau eru dökkgræn og gljáandi að ofan og fölari að neðan, gróftennt.[1]Börkurinn er kalkhvítur til gráhvítur með svörtum þríhyrningsalaga flekkjum þar sem greinar liggja að stofni. Henni er helst ruglað við Næfurbjörk (Betula papyrifera) vegna barkarins; hann er sléttur og þunnur en flagnar ekki í næfra í sama mæli og á næfrabjörk. Blómin eru reklar 5 – 8 sm langir, karlreklarnir hangandi og kvenreklarnir uppréttir.

Viðurinn er meðalharður og er notaður í vandaðan spónavið, húsgögn, trommubol, spólur og eldivið.

Eins og aðrar Norður-Amerískar birkitegundir er blæbjörk með mótstöðuafl gegn meindýrinu (Agrilus anxius).[2] Blöðin eru fæða lirfa ýmissa fiðrildategunda (Lepidoptera), svo sem Cameraria betulivora. Milli 1930 og 1950 drápust mörg tré af tegundunum Gulbjörk (Betula alleghaniensis) og Blæbjörk af "Birch dieback" sem er talin vera vegna sveppasýkingar.[3]

Myndir

Tilvísanir

  1. Hardin, James W., Donald Joseph Leopold, and Fred M. White. Harlow & Harrar's Textbook of Dendrology. Boston: McGraw-Hill, 2001. Print.
  2. Nielsen, David G., Vanessa L. Muilenburg, and Daniel A. Herms. "Interspecific Variation in Resistance of Asian, European, and North American Birches (Betula Spp.) to Bronze Birch Borer." Environmental Entomology 40.3 (2011): 648-53. BioOne. Web. 25 Sept. 2013.
  3. Ciesla, William M.; Donaubauer, Edwin (1994). Decline and Dieback of Trees and Forests: A Global Overview. Food & Agriculture Org. bls. 18, 698. ISBN 978-92-5-103502-3.

Ytri tenglar


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Blæbjörk: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Blæbjörk (fræðiheiti: Betula populifolia) er lauffellandi tré ættað frá Norður Ameríku.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS