Nothofagus eða lenjur, einnig suðurbeyki,[1] er ættkvísl trjáa sem hefur útbreiðslu syðst í Suður-Ameríku, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Nýju-Gíneu ásamt Kyrrahafseyjum.
Þess má geta að Færeyingar nefna lenjur eldlandsbók, þ.e. eldlandsbeyki en tréð vex suður á Eldlandi, syðsta odda Suður-Ameríku. Lenjur hafa reynst vel í skógrækt í Færeyjum,[2] og eru algengar í Viðarlundinum í Þórshöfn.[3]
Ætthvíslin er flokkuð í eftirfarandi undirættkvíslir:[4]
Nýlega hefur verið sett fram tillaga að endurskoðun á flokkun Nothofagaceae þar sem undirættkvíslirnar eru settar sem sjálfstæðar ættkvíslir.[10] Þessi endurskoðun breytir litlu [11][12] og hefur ekki verið samþykkt fyrir utan Nýja Sjáland.
Nothofagus eða lenjur, einnig suðurbeyki, er ættkvísl trjáa sem hefur útbreiðslu syðst í Suður-Ameríku, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Nýju-Gíneu ásamt Kyrrahafseyjum.
Þess má geta að Færeyingar nefna lenjur eldlandsbók, þ.e. eldlandsbeyki en tréð vex suður á Eldlandi, syðsta odda Suður-Ameríku. Lenjur hafa reynst vel í skógrækt í Færeyjum, og eru algengar í Viðarlundinum í Þórshöfn.