Pinus serotina er furutegund ættuð frá suðaustur hluta Bandaríkjanna (austur strandslétturnar), frá suður New Jersey suður til Florida og vestur til suður Alabama. Hún er oft með hlykkjótt vaxtarlag og óreglulegan topp og verður að 21 m há,[1] sjaldan að 29m.[2]
Barrnálarnar eru 3 eða 4 saman, og verða 15 til 20 sm langar. Könglarnir eru nær kúlulaga, 5 til 8 sm langir með smáum göddum á köngulskeljunum. Þeir haldast yfirleitt lokaðir þangað til eldur losar þá.[1] Pinus serotina er yfirleitt á blautum svæðum, svo sem við tjarnir (þaðan kemur enska heitið: pond pine), flóum, mýrum og pocosin.[3]
Tegundarheitið serotina vísar í að könglarnir haldast lokaðir í mörg ár áður en þeir sleppa fræjunum; þeir opnast oftast sem viðbragð við villieldi.
Á norðurhluta útbreiðslusvæðisins rennur hún saman við og blandast við bikfuru (P. rigida); hún greinist frá þeirri tegun með lengra barri og að jafnaði aðeins stærri könglum. Enn telja sumir grasafræðingar hana undirtegund af bikfuru.
Könglar Pinus serotina eru minni en á P.taeda.
Pinus serotina er furutegund ættuð frá suðaustur hluta Bandaríkjanna (austur strandslétturnar), frá suður New Jersey suður til Florida og vestur til suður Alabama. Hún er oft með hlykkjótt vaxtarlag og óreglulegan topp og verður að 21 m há, sjaldan að 29m.
Barrnálarnar eru 3 eða 4 saman, og verða 15 til 20 sm langar. Könglarnir eru nær kúlulaga, 5 til 8 sm langir með smáum göddum á köngulskeljunum. Þeir haldast yfirleitt lokaðir þangað til eldur losar þá. Pinus serotina er yfirleitt á blautum svæðum, svo sem við tjarnir (þaðan kemur enska heitið: pond pine), flóum, mýrum og pocosin.
Tegundarheitið serotina vísar í að könglarnir haldast lokaðir í mörg ár áður en þeir sleppa fræjunum; þeir opnast oftast sem viðbragð við villieldi.
Á norðurhluta útbreiðslusvæðisins rennur hún saman við og blandast við bikfuru (P. rigida); hún greinist frá þeirri tegun með lengra barri og að jafnaði aðeins stærri könglum. Enn telja sumir grasafræðingar hana undirtegund af bikfuru.
Könglar Pinus serotina eru minni en á P.taeda.
Ólíkt P.taeda, geta nálar vaxið beint úr stofni Pinus serotina.