dcsimg
Неразрешено име

Bambusoideae

Bambus ( исландски )

добавил wikipedia IS

Bambus (fræðiheiti: Bambusoideae) er undirætt stórvaxinna hitabeltisjurta af grasaætt með holum stönglum.

Skipting í ættflokka

Ættartré bambus innan BOP clade grasa, eins og lagt hefur verið til með rannsóknum á grasaættinni (Poaceae) í heild[1] og á bambus sérstaklega.[2].

BOP cladeBambusoideae    

Bambuseae (viðarkenndur hitabeltis bambus)

   

Olyreae (jurtkenndur bambus)

     

Arundinarieae (viðarkenndur bambus frá tempraða beltinu)

     

Pooideae

     

Oryzoideae

   

Útbreiðsla

 src=
Útbreiðsla bambus

Bambustegundir finnast í mismunandi loftslagi, frá köldum fjöllum til heitra hitabeltissvæða. Þær vaxa þvert yfir Austur-Asíu, frá 50°N á Sakhalin[3] til Norður-Ástralíu og vestur til Himalajafjalla á Indlandi.[4] Einnig vaxa þær í Afríku sunnan Sahara[5] og í Ameríku frá suðvesturríkjum Bandaríkjanna[6] suður til Argentínu og Síle, með suðurmörk útbreiðslu við 47°S. Á meginlandi Evrópu er ekki vitað um neinar innlendar bambustegundir.[7]

Ræktun og nytjar

Bambus er ræktaður um nær allan heim, bæði til skrauts og nytja (viður, pappír, trefjar í fatnað, grasalækningar og fæða). Á Íslandi hefur gulbambus verið ræktaður í áratugi.[8] Tegundir af ættkvíslinni Phyllostachys þola margar hverjar allt að -20°C.

Vaxtargerðir

Aðallega eru til tvær vaxtargerðir af bambus, annaðhvort hnausavöxtur(ekki ágengur) eða skriðull vöxtur. Hnaustegundirnar, eins og til dæmis í ættkvíslinni Fargesia, vaxa í stórum og þéttum hnausum og breiðast tiltölulega hægt út. Rótarkerfi hvers hnauss getur verið víðáttumikið og keppt kröftuglega við nærliggjandi plöntur. Skriðull bambus, eins og í ættkvíslinni Phyllostachys, getur hins vegar verið mjög ágengur og tekið yfir stór svæði á stuttum tíma.

Tilvísanir

  1. Grass Phylogeny Working Group II (2012). „New grass phylogeny resolves deep evolutionary relationships and discovers C4 origins“. New Phytologist. 193 (2): 304–312. doi:10.1111/j.1469-8137.2011.03972.x. ISSN 0028-646X.
  2. Kelchner S, Bamboo Phylogeny Working Group (2013). „Higher level phylogenetic relationships within the bamboos (Poaceae: Bambusoideae) based on five plastid markers“ (PDF). Molecular Phylogenetics and Evolution. 67 (2): 404–413. doi:10.1016/j.ympev.2013.02.005. ISSN 1055-7903.
  3. Newell, J (2014). „Chapter 11: Sakhalin Oblast“. The Russian Far East: A Reference Guide for Conservation and Development (PDF). McKinleyville, California: Daniel & Daniel. bls. 376, 384–386, 392, 404. Sótt 18. júní.
  4. Bystriakova, N.; Kapos, V.; Lysenko, I.; Stapleton, C. M. A. (september). „Distribution and conservation status of forest bamboo biodiversity in the Asia-Pacific Region“. Biodiversity and Conservation. 12 (9): 1833–1841. doi:10.1023/A:1024139813651. Sótt 12. ágúst 2009.
  5. „Gorillas get drunk on bamboo sap“. The Daily Telegraph. 23. mars. Sótt 12. ágúst 2009.
  6. „Arundinaria gigantea (Walt.) Muhl. giant cane“. PLANTS Database. USDA.
  7. editor-in-chief, Anthony Huxley, editor, Mark Griffiths, managing editor, Margot Levy. (1992). Huxley, A., ritstjóri. New RHS Dictionary of Gardening. Macmillan New RHS Dictionary of Gardening. ISBN 0-333-47494-5.
  8. Garðblómabókin eftir Hólmfríði A. Sigurðardóttir 2005
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
лиценца
cc-by-sa-3.0
авторски права
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
изворно
посети извор
соработничко мреж. место
wikipedia IS

Bambus: Brief Summary ( исландски )

добавил wikipedia IS

Bambus (fræðiheiti: Bambusoideae) er undirætt stórvaxinna hitabeltisjurta af grasaætt með holum stönglum.

лиценца
cc-by-sa-3.0
авторски права
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
изворно
посети извор
соработничко мреж. место
wikipedia IS