Silfurreynir (fræðiheiti Sorbus intermedia) er lauftré af rósaætt sem upprunnið er úr Skandinavíu og Eystrasalti. Tréð er einstofna eða margstofna tré með gildan stofn og breiða krónu sem verður allt að 15 metra hátt. Blómin eru hvít til gráhvít, mörg saman í 8-10 sm breiðum sveipum. Laufblöðin eru breiðegglaga og sagtennt.[1] Haustlitir eru gulir. Silfurreynir er talinn þola loftmengun í borgum betur en flestar aðrar trjátegundir og er því vinsæll sem götutré erlendis. Hann getur orðið allt að 200 ára gamall.
Silfurreynir er vinsælt garðtré á Íslandi. Elsta tré Reykjavíkur er silfurreynir sem staðsettur er í Fógetagarðinum við Aðalstræti. Hann var gróðursettur 1884 af Schierbeck landlækni .[2] Silfurreynir verður gjarnan fyrir haustkali á í uppvexti á unga aldri og verður þá kræklóttur ef ekki er passað upp á klippingu. Silfurreynir þarf frjósaman jarðveg og skjól í æsku.
Silfurreynir (fræðiheiti Sorbus intermedia) er lauftré af rósaætt sem upprunnið er úr Skandinavíu og Eystrasalti. Tréð er einstofna eða margstofna tré með gildan stofn og breiða krónu sem verður allt að 15 metra hátt. Blómin eru hvít til gráhvít, mörg saman í 8-10 sm breiðum sveipum. Laufblöðin eru breiðegglaga og sagtennt. Haustlitir eru gulir. Silfurreynir er talinn þola loftmengun í borgum betur en flestar aðrar trjátegundir og er því vinsæll sem götutré erlendis. Hann getur orðið allt að 200 ára gamall.