dcsimg

Bogkrabbi ( исландски )

добавил wikipedia IS

Bogkrabbi (fræðiheiti: Carcinus maenas), einnig kallaður Strandkrabbi[2], er krabbi af ættbálki skjaldkrabba.

Útbreiðsla

 src=
Útbreiðslukort bogkrabba. Bláu svæðin sýna upphafleg og náttúruleg heimkynni hanns, rauðu svæðin þar sem hann hefur verið fluttur til eða er aðkomudýr á, svörtu doppurnar tákna staði þar sem fundist hefur einn krabbi en svo ekki meir og grænu svæðin er þar sem hann væri mögulega einnig að finna.

Náttúruleg heimkynni hanns eru við strendur Norðaustur-Atlantshafs og Eystrasalts og niður til Norður-Afríku, Marokkó og Máritaníu, einnig lifir hann í kringum eyjar eins og Ísland. En hann er jafnframt á lista yfir 100 hættulegustu aðkomudýr sem geta náð fótfestu í öðrum löndum[3] og hefur numið land á svipuðum búsvæðum í til dæmis Ástralíu, Suður-Afríku, Suður-Ameríku og Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku. Útbreiðsla hanns hefur átt sér stað með ýmsum hætti, hann hefur borist með kjölvatni skipa, ýmsum pakkningum, hráefni til fiskeldis og ýmsum öðrum fljótandi búnaði.

Útlit

Bogkrabbar, líkt og aðrir skjaldkrabbar, eru með tíu fætur en fremsta parið er ummyndað í gripklær og öftustu sex fæturnir eru frekar flatir og með þeim geta skjaldkrabbar synt einir af kröbbum. Þeir geta orðið um sex sentimetrar á lengd og níu sentimetrar á breidd. Oftast eru þeir dökkgrænir eða gráir en einnig brúnir, grænleitir og gulir og elstu dýrinn einnig appelsínugul. Einkum ung dýr eru einnig oft með hvítar skellur. Það má greina bogkrabba frá öðrum kröbbum á því að þeir hafa fimm gadda á hvorri hlið skeljarinnar að framanverðu og þrjá hnúða milli augnanna.[2]

Lifnaðarhættir

Bogkrabbar halda sig við strendur og finnast allt frá fimm til sextíu metra dýpi þó algengast sé að þeir séu á tíu metra dýpi. Þeir færa sig til eftir sjáfarföllum, ofar í fjöruna á flóði og neðar á fjöru. Þeir kunna best við sig í þaragróðri, grjóti, sandi og á leirum. Þeir nota grjótið til að fela sig en einnig geta þeir grafið sig hálfa ofan í sandbotn. Þeir þola miklar hitabreytingar sem hefur auðveldað þeim að aðlagast nýjum heimkinnum en þeir þola allt frá 0° til 33° á selsíus. Sama á við um seltu og súrefni. Þeir þola seltu frá 54 ppt niður í 4 ppt og geta lifað á þurru landi allt upp undir fimm daga og eykst þol þeirra fyrir hita við það að vera ekki í vatni.[2]

Fæða

Bogakrabbar lifa á mjög fjölbreyttri fæðu. Mest þó á plöntum og dýrum með mjúka skel meðann hann er að vaxa úr grasi en þegar hann er orðinn stærri ræðst hann á önnur krabbadýr, skrápdýr og aðra hryggleysingja en þó leggst hann mest á samlokur. Þessi fjölbreytni í fæðuvali hefur líka auðveldað þeim að dreifa sér svona víða.

Veiðar

Í Evrópu hefur bogkrabbinn verið veiddur lengi og er þá einna helst sóst eftir svokölluðum mjúkskelja krabba en það eru þeir krabbar sem nýbúnir eru að losa sig við gamla skel en sú nýja er ekki almennilega hörðnuð. Einkum eru það Spánverjar og Portúgalir sem neita hanns en veiðarsvæðin eru allt frá Skotlandi, Frakklandi og Portúgal og hefur heimsaflinn farið jafnvel yfir 1000 tonn á ári.

Tilvísanir

Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var að hluta til „Carcinus maenas“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. apríl 2013.

лиценца
cc-by-sa-3.0
авторски права
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
изворно
посети извор
соработничко мреж. место
wikipedia IS

Bogkrabbi: Brief Summary ( исландски )

добавил wikipedia IS

Bogkrabbi (fræðiheiti: Carcinus maenas), einnig kallaður Strandkrabbi, er krabbi af ættbálki skjaldkrabba.

лиценца
cc-by-sa-3.0
авторски права
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
изворно
посети извор
соработничко мреж. место
wikipedia IS