dcsimg

Flæðafura ( исландски )

добавил wikipedia IS

Flæðafura (fræðiheiti: Pinus elliottii)[2][3] er furutegund sem finnst í suðausturhluta Bandaríkjanna.

Útbreiðsla og búsvæði

Hún finnst frá Suður-Karólína vestur til suðaustur Louisiana, og suður til Florida Keys í Florida .[4] Hún vex í sendnum heittempruðum strandskógum og blautum flatwoods.[5]

 src=
Pinus elliottii í strand savanna á mörkum Mississippi og Alabama - Grand Bay National Estuarine Research Reserve, 1998

Lýsing

Pinus elliottii er hraðvaxta, en fremur skammlíf miðað við aðrar furur (að 200 ára). Hún verður 18 til 30 m há með 0,6 til 0,8 m þykkan stofn. Barrnálarnar eru mjög grannar, tvær eða þrjár saman, og 18 til 24 sm langar. Könglarnir eru gljáandi rauðbrúnir, 5 til 15 sm langir með stuttum (2-3mm löngum), gildum gaddi á hverri köngulskel. Hún er þekkt fyrir keilulaga vöxtinn.

Hægt er að greina hana frá hinni skyldu Pinus taeda á nokkuð lengri, gljáandi barri og stærri rauðbrúnum könglum, og frá fenjafuru (Pinus palustris) á styttri, grennri nálum og minni könglum með grennri köngulskeljum.

Flokkun

Tvemur afbrigðum af Pinus elliotii hefur verið lýst. Hinsvergar, nýlegar erfðarannsóknir benda til að afbrigðin séu ekki skyldari hvort öðru en öðrum furutegundum í suðaustur Bandaríkjunum. Ef svo er verða þau gerð að sjálfstæðum tegundum.[5] Þessi greining hefur enn ekki verið almennt viðurkennd.

Tessi tvö afbrigði eru:

  • P. elliottii var. elliottii (dæmigerð) útbreiðsla frá South Carolina til Louisiana, og suður til mið Florida. Barrnálarnar eru 2 eða 3 saman, yfirleitt 3, og könglarnir eru stærri, 7 - 15 sm.
  • P. elliottii var. densa vex í suður Flórída og Florida Keys, þar á meðal í Everglades.[6][7] Barrnálarnar næstum alltaf tvær saman. Könglarnir minni, 5 til 12 sm langir. Ólíkt hinu afbrigðinu er P. elliottii var. densa með "gras stig", svipað og Pinus engelmannii.

Tilvísanir

  1. {{{assessors}}} (1998). Pinus elliottii. 2006 Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. IUCN 2006. Sótt 10 May 2006.
  2. Snið:EFloras
  3. Engelm., 1880 In: Trans. Acad. Sci. St. Louis 4: 186, t. 1-3.
  4. Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 74. ISBN 1-4027-3875-7.
  5. 5,0 5,1 „Flora of the Southern and Mid-Atlantic States“.
  6. „Pine Rocklands“ (PDF). United States Fish and Wildlife Service. Sótt September 18, 2018.
  7. Gilman, Edward F.; Dennis G. Watson (2006). Pinus elliottii: Slash Pine“. University of Florida, Institute of Food and Agricultural Sciences. Sótt 12. apríl 2011.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
лиценца
cc-by-sa-3.0
авторски права
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
изворно
посети извор
соработничко мреж. место
wikipedia IS

Flæðafura: Brief Summary ( исландски )

добавил wikipedia IS

Flæðafura (fræðiheiti: Pinus elliottii) er furutegund sem finnst í suðausturhluta Bandaríkjanna.

лиценца
cc-by-sa-3.0
авторски права
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
изворно
посети извор
соработничко мреж. место
wikipedia IS