dcsimg

Dílaskóf ( исландски )

добавил wikipedia IS

Dílaskóf (fræðiheiti: Peltigera leucophlebia) er flétta af engjaskófarætt, ættkvísl engjaskófa.[1] Hún er mjög algeng um allt land upp í 1300 metra hæð yfir sjávarmáli. Dílaskóf vex einkum yfir mosa í mólendi, kjarri, fjallshlíðum eða mögru graslendi.[2]

Útlit

Þal dílaskófar er stórt, um 10-20 cm í þvermál með ávala sepa 2-4 cm í þvermál. Liturinn er fagurgrænn í vætu en grágrænn eða grábrúnn í þurrki. Efra borð þalsins en alsett dökkbláum eða svartleitum dílum sem standa aðeins upp úr þalinu. Í dílunum eru bláþörungar en í græna hluta þalsins eru grænþörungar.[3]

Dílaskóf hefur skýrt æðanet á neðra borði þalsins og greinist þannig frá flannaskóf.[2]

Nytjar

Dílaskóf var áður fyrr höfð í graut.[4]

Efnasambönd

Dílaskóf framleiðir fléttuefnasamböndin gyrófórinsýru, tenuiorin, methylgyrófórat og triterpensambönd.[2]

Heimildir

  1. Flóra Íslands. Dílaskóf Skoðað þann 12. september 2016.
  2. 2,0 2,1 2,2 Fléttuhandbókin. Dílaskóf Sótt þann 12. september 2016.
  3. Náttúrufræðistofnun Íslands. Dílaskóf Sótt þann 12. september 2016.
  4. Hörður Kristinsson (1968). Fléttunytjar. Flóra: tímarit um íslenska grasafræði 6(1): 19-25
 src= Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
лиценца
cc-by-sa-3.0
авторски права
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
изворно
посети извор
соработничко мреж. место
wikipedia IS

Dílaskóf: Brief Summary ( исландски )

добавил wikipedia IS

Dílaskóf (fræðiheiti: Peltigera leucophlebia) er flétta af engjaskófarætt, ættkvísl engjaskófa. Hún er mjög algeng um allt land upp í 1300 metra hæð yfir sjávarmáli. Dílaskóf vex einkum yfir mosa í mólendi, kjarri, fjallshlíðum eða mögru graslendi.

лиценца
cc-by-sa-3.0
авторски права
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
изворно
посети извор
соработничко мреж. место
wikipedia IS