dcsimg

Kúbutúnfiskur ( islandais )

fourni par wikipedia IS

Kúbutúnfiskur eða Svartuggatúnfiskur (fræðiheiti Thunnus atlanticus) er túnfiskur sem finnst aðeins í Vestur-Atlantshafi frá Cape Cod til Brasilíu. Þessi tegund er minnsti túnfiskurinn af ættkvísl Túnfiska og er mest 100 sm langur og 21 kg. Fiskurinn nær kynþroska tveggja ára og hrygnir á úthafssvæðum á sumrin. Svartuggatúnfiskur lifir í heitum sjó, helst á svæðum þar sem sjávarhiti er yfir 20°C.

licence
cc-by-sa-3.0
droit d’auteur
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visiter la source
site partenaire
wikipedia IS