Sagvespur (fræðiheiti: Symphyta)eru annar af tveimur undirættbálkum æðvængna. Þær eru breiðari um mittið en broddvespur. Flestar sagvespur eru jurtaætur. Varppípa sagvespna hefur ummyndast í eins konar sagarblað en með því getur vespan gert raufir í plöntustöngla og verpt þar.