dcsimg
Sivun Cyanea Péron & Lesueur 1810 kuva
Life » » Metazoa » Polttiaiseläimet » Meduusat » » Cyaneidae »

Hiusmeduusa

Cyanea capillata (Linnaeus 1758)

Brennihvelja ( islanti )

tarjonnut wikipedia IS

Brennihvelja (fræðiheiti Cyanea capillata) er stærsta þekkta marglyttutegundin. Hún lifir í köldum sjó í Norður-Íshafinu, Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi og finnst sjaldan sunnar en á 42°N breiddargráðu. Sams konar marglyttur, hugsanlega af sömu tegund finnast í hafi nálægt Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Stærsta brennihveljan sem hefur fundist rak í fjöru á Massachusetts Bay árið 1870 og var ummálið 2,3 m og armarnir voru 36,5 m langir.[1][2][3]

Brennihveljur er mestan hluta lífsferil síns á úthafssvæðum en hafa tilhneigingu til að setjast að í grunnum og vörðum fjörðum á seinasta hluta eins árs æviskeiðs síns. Brennihveljur í úthafinu eru fljótandi vinjar fyrir ýmsar dýrategundir í hafinu. Afræningjar brennihvelju eru sjófuglar, stórir fiskar, aðrar marglyttutegundir og sjóskjaldbökur.[4] Marglytturnar sjálfar éta dýrasvif og fiskaseiði.[5] Fullorðin dýr halda sig í uppsjó og afla sér fæðu með löngum öngum sem eru alsettir stingfrumum. Stingfrumurnar lama smádýrin.

 src=
Lífsferill hvelju
1-8 sýnir umbreytingu á lirfu yfir í holsepa, 9-11 hvernig kynlaus æxlun á sér stað á holsepa stigi þegar efýrur losna frá holsepa,12-14 umbreytingu frá efýrum yfir í fullvaxnar hveljur

Brennihveljur æxlast bæði með kynæxlun á hveljustigi og kynlausri æxlun á holsepastigi.[6] Á eins árs líftíma sínum fer brennihvelja í gegnum fjögur mismunandi stig, lirfustig, holsepastig, efýru stig og hveljustig.[7] Karlkyns brennihveljur gefa frá sér sæði og frjóvgun verður á munnanga (manibrium) kvendýrs. Ungviðið þroskast fyrst í munnanga kvendýrsins en síðan leita lirfurnar niður að botni þar sem þær setjast og verða að holsepa. Separnir lifa á smákrabbadýrum. Þeir fjölga sér svo með kynlausri æxlun, vaxtaræktun (strobilering) þannig að af sepanum bútast litlar hveljur (efýrur) sem leita upp og verða að fullvöxnum hveljum þar[8] Hver holsepi verður að mörgum marglyttum, ungar hveljur (ephyraes) losna frá og vaxa yfir í hveljustig og verða að kynþroska brennihveljum.[9] Holsepinn getur lifað í nokkur ár og framleitt efýrur að vorlagi ár eftir ár. Fullvaxnar hveljur lifa hins vegar aðeins eitt ár. Holsepinn getur framleitt fóthylki (podocysta) sem er dvalarstig þar sem sepinn fjölgar sér kynlaust við erfiðar umhverfisaðstæður. Separnir sjálfir geta einnig fjölgað sér kynlaust, heill sepi getur vaxið út úr öðrum.[10]

 src=
Lítil brennihvelja sem rekið hefur upp á strönd

Brennihveljur sjást oft seinsumars og á haustin þegar þær eru orðnar stórar og hafstraumar bera þær nær ströndu.

Brennihvelja við Ísland

Brennihvelja er ein af sex marglyttutegundum sem finnast við Ísland og er ásamt bláglyttu sú algengasta. Uppvaxtarsvæði brennihvelju við Ísland er talið vera á Vestfjörðum. Tjón hefur orðið í fiskeldi af völdum brennihvelju. Í miklum straumi geta marglyttur lent á fiskikvíum og slitnað sundur og angar dreifst um allt. Stingfrumur geta verið virkar í marga daga eftir að þær hafa losnað frá. Mikið tjón varð í fiskeldi í Mjóafirði af völdum brennihvelju.

Tilvísanir

  1. http://www.waterford-today.ie/index.php?option=com_content&task=view&id=933&Itemid=10177&ed=68
  2. http://www.jellyfishfacts.net/mane-jellyfish.htm
  3. http://www.redorbit.com/education/reference_library/cnidaria/lions_mane_jellyfish/4326/index.html
  4. http://www.typesofjellyfish.net/lions_mane_jellyfish/lions_mane_jellyfish.html
  5. http://www.extremescience.com/zoom/index.php/life-in-the-deep-ocean/60-giant-jellyfish
  6. http://www.typesofjellyfish.net/lions_mane_jellyfish/lions_mane_jellyfish.html
  7. http://www.typesofjellyfish.net/lions_mane_jellyfish/lions_mane_jellyfish.html
  8. http://www.dnr.sc.gov/marine/pub/seascience/jellyfi.html
  9. http://www.teara.govt.nz/en/open-ocean/2/2
  10. Brennihvelja á Íslandsmiðum R 059-07 Skýrsla til AVS,Líffræðistofnun Háskólans, febrúar 2010, höfundar Guðjón Már Sigurðsson, Fannar Þeyr Guðmundsson, Ástþór Gíslason, Jörundur. Svavarsson.

lisenssi
cc-by-sa-3.0
tekijänoikeus
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
alkuperäinen
käy lähteessä
kumppanisivusto
wikipedia IS

Brennihvelja: Brief Summary ( islanti )

tarjonnut wikipedia IS

Brennihvelja (fræðiheiti Cyanea capillata) er stærsta þekkta marglyttutegundin. Hún lifir í köldum sjó í Norður-Íshafinu, Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi og finnst sjaldan sunnar en á 42°N breiddargráðu. Sams konar marglyttur, hugsanlega af sömu tegund finnast í hafi nálægt Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Stærsta brennihveljan sem hefur fundist rak í fjöru á Massachusetts Bay árið 1870 og var ummálið 2,3 m og armarnir voru 36,5 m langir.

Brennihveljur er mestan hluta lífsferil síns á úthafssvæðum en hafa tilhneigingu til að setjast að í grunnum og vörðum fjörðum á seinasta hluta eins árs æviskeiðs síns. Brennihveljur í úthafinu eru fljótandi vinjar fyrir ýmsar dýrategundir í hafinu. Afræningjar brennihvelju eru sjófuglar, stórir fiskar, aðrar marglyttutegundir og sjóskjaldbökur. Marglytturnar sjálfar éta dýrasvif og fiskaseiði. Fullorðin dýr halda sig í uppsjó og afla sér fæðu með löngum öngum sem eru alsettir stingfrumum. Stingfrumurnar lama smádýrin.

 src= Lífsferill hvelju
1-8 sýnir umbreytingu á lirfu yfir í holsepa, 9-11 hvernig kynlaus æxlun á sér stað á holsepa stigi þegar efýrur losna frá holsepa,12-14 umbreytingu frá efýrum yfir í fullvaxnar hveljur

Brennihveljur æxlast bæði með kynæxlun á hveljustigi og kynlausri æxlun á holsepastigi. Á eins árs líftíma sínum fer brennihvelja í gegnum fjögur mismunandi stig, lirfustig, holsepastig, efýru stig og hveljustig. Karlkyns brennihveljur gefa frá sér sæði og frjóvgun verður á munnanga (manibrium) kvendýrs. Ungviðið þroskast fyrst í munnanga kvendýrsins en síðan leita lirfurnar niður að botni þar sem þær setjast og verða að holsepa. Separnir lifa á smákrabbadýrum. Þeir fjölga sér svo með kynlausri æxlun, vaxtaræktun (strobilering) þannig að af sepanum bútast litlar hveljur (efýrur) sem leita upp og verða að fullvöxnum hveljum þar Hver holsepi verður að mörgum marglyttum, ungar hveljur (ephyraes) losna frá og vaxa yfir í hveljustig og verða að kynþroska brennihveljum. Holsepinn getur lifað í nokkur ár og framleitt efýrur að vorlagi ár eftir ár. Fullvaxnar hveljur lifa hins vegar aðeins eitt ár. Holsepinn getur framleitt fóthylki (podocysta) sem er dvalarstig þar sem sepinn fjölgar sér kynlaust við erfiðar umhverfisaðstæður. Separnir sjálfir geta einnig fjölgað sér kynlaust, heill sepi getur vaxið út úr öðrum.

 src= Lítil brennihvelja sem rekið hefur upp á strönd

Brennihveljur sjást oft seinsumars og á haustin þegar þær eru orðnar stórar og hafstraumar bera þær nær ströndu.

lisenssi
cc-by-sa-3.0
tekijänoikeus
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
alkuperäinen
käy lähteessä
kumppanisivusto
wikipedia IS