Sigurlaukur[3] (fræðiheiti: Allium victorialis) er breiðblaða evrasísk tegund af laukaættkvísl. Þetta er fjölær planta sem vex víða í fjallahéruðum Evrópu og hlutum Asíu (Kákasus og Himalajafjöll).[4][5]
Sumir höfundar telja nokkurn hluta tegundarinnar sem vex í austur Asíu og Alaska sem undirtegundina platyphyllum innan tegundarinnar Allium victorialis.[6][7] Nýlegar heimildir viðurkenna þennan hóp sem sjálfstæða tegund, nefnda Allium ochotense.[8][9][10][11]
Allium victorialis verður 30 – 45 sm og myndar lauk eða jarðstöngul klæddan trefjum, fingurþykkur og 5 – 8 sm langur.[12] Blöðin eru breiðsporöskjulaga eða lensulaga. Blómin eru gulhvít eða grænhvít.[12]
Allium victorialis finnst víða í á fjallgörðum í Evrópu, auk Kákasus og Himalajafjöllum.[4]
Fræðiheitið victorialis er þýðing á þýska heitinu Siegwurz (Sigurrót),[13] og kemur það frá þeim sið "að nota það sem verndargrip, sem vörn gegn vissum óhreinum öndum" af námumönnum í Bóhemíu auk annarra.[13]
Sigurlaukur hefur verið ræktaður á liðnum öldum í fjallahéruðum í Evrópu sem lækningajurt og verndargripur.[14]
Sigurlaukur (fræðiheiti: Allium victorialis) er breiðblaða evrasísk tegund af laukaættkvísl. Þetta er fjölær planta sem vex víða í fjallahéruðum Evrópu og hlutum Asíu (Kákasus og Himalajafjöll).
Sumir höfundar telja nokkurn hluta tegundarinnar sem vex í austur Asíu og Alaska sem undirtegundina platyphyllum innan tegundarinnar Allium victorialis. Nýlegar heimildir viðurkenna þennan hóp sem sjálfstæða tegund, nefnda Allium ochotense.