dcsimg

Bjarkarætt ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Bjarkarætt (fræðiheiti: Betulaceae) er með sex ættkvíslir lauffellandi trjáa og runna, þar með talinna birki, elri, hesli, agnbeyki, Ostryopsis og Ostrya með samtals 167 tegundir.[1] Þær eru að mestu ættaðar frá tempruðu belti norðurhvels, með fáeinar tegundir sem ná til suðurhvels í Andesfjöllum í Suður-Ameríku. Dæmigerð blóm eru reklar og koma þeir oft fyrir laufgun.

Þróunarsaga

 src=
Reklar á hesli (Corylus avellana)

Bjarkarættin er talin hafa komið fram við lok Krítartímabilsins (um 70 milljónum ára síðan) í mið Kína. Þetta svæði hefur á þessum tíma haft Miðjarðarhafsloftslag vegna nálægðar við Tethyshaf, sem þakti hluta af því sem nú er Tíbet og Xinjiang fram til fyrri hluta tertíertímabilsins.

Þessi kenning um uppruna ættarinnar er studd með að allar sex ættkvíslirnar og 52 tegundir eru þaðan og margar tegundirnar einlendar. Allar sex núverandi ættkvíslirnar eru taldar hafa verið fullaðskildar í Ólígósen og allar ættkvíslir í ættinni (að undanskilinni Ostryopsis) eru með stengervinga sem ná að minnsta kosti 20 milljón ár frá nútíma.

Samkvæmt sameindaerfðafræði eru nánustu ættingjar bjarkarættar í járnviðarætt (Casuarinaceae).[2]

Undirættir og ættkvíslir

Núlifandi tegundir

Steingervingar

Sameindaerfðafrði

Nútíma sameindaerfðafræði bendir til eftirfarandi ættartengsla:[2][3][4]

   

Myricaceae (fjarskyld)

  Betulaceae Coryloideae  

Corylus

     

Ostryopsis

     

Ostrya

   

Carpinus

        Betuloideae  

Alnus

   

Betula

       

Tilvísanir

  1. Christenhusz, M. J. M. & Byng, J. W. (2016). „The number of known plants species in the world and its annual increase“. Phytotaxa. Magnolia Press. 261 (3): 201–217. doi:10.11646/phytotaxa.261.3.1.
  2. 2,0 2,1 Soltis DE, Smith SA, Cellinese N, Wurdack KJ, Tank DC, Brockington SF, Refulio-Rodriguez NF, Walker JB, Moore MJ, Carlsward BS, Bell CD, Latvis M, Crawley S, Black C, Diouf D, Xi Z, Rushworth CA, Gitzendanner MA, Sytsma KJ, Qiu YL, Hilu KW, Davis CC, Sanderson MJ, Beaman RS, Olmstead RG, Judd WS, Donoghue MJ, Soltis PS (2011). „Angiosperm phylogeny: 17 genes, 640 taxa“. Am J Bot. 98 (4): 704–730. doi:10.3732/ajb.1000404.
  3. Xiang X-G, Wang W, Li R-Q, Lin L, Liu Y, Zhou Z-K, Li Z-Y, Chen Z-D (2014). „Large-scale phylogenetic analyses reveal fagalean diversification promoted by the interplay of diaspores and environments in the Paleogene“. Perspectives in Plant Ecology, Evolution and Systematics. 16: 101–110. doi:10.1016/j.ppees.2014.03.001.
  4. Chen Z-D, Manchester SR, Sun H-Y (1999). „Phylogeny and evolution of the Betulaceae as inferred from DNA sequences, morphology, and palaeobotany“. Am J Bot. 86: 1168–1181. doi:10.2307/2656981.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Bjarkarætt: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Bjarkarætt (fræðiheiti: Betulaceae) er með sex ættkvíslir lauffellandi trjáa og runna, þar með talinna birki, elri, hesli, agnbeyki, Ostryopsis og Ostrya með samtals 167 tegundir. Þær eru að mestu ættaðar frá tempruðu belti norðurhvels, með fáeinar tegundir sem ná til suðurhvels í Andesfjöllum í Suður-Ameríku. Dæmigerð blóm eru reklar og koma þeir oft fyrir laufgun.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS