Widdringtonia nodiflora er barrtré ættað frá Suður-Afríku. Það vex vanalega upp til fjalla, gjarnan í klettum á fjallshlíðum. Barrið og viðurinn eru mjög eldfim og búsvæðinu hættir við villieldi. Til mótvægis myndar tegundin greinar og stofna frá rótum eftir að hafa brunnið.
Þetta er sígrænn, fjölstofna runni eða lítið til meðalstórt tré (5–7 m (sjaldan að 25 m) hátt). Blöðin eru hreisturlík, 1,5 til 2 mm langt og 1-1,5 mm breitt á smásprotum, og að 10 mm langt á öflugum vaxtarsprotum. Könglarnir eru hnattlaga, 1 til 2 sm langir, með fjórum köngulskeljum. Trén eru tvíkynja. Það er eitt í ættkvíslinni til að mynda nývöxt af rótum eftir bruna eða vera höggið niður; þeð gerir því kleift að lifa af villielda, og er talið vera aðalástæða þess að það er svo algengt.[2]
Það vex frá Table Mountain í suðri, til suður Malawi, suður Mozambique, austur Zimbabwe og allsstaðar í austur og suður Suður-Afríku. Þetta er eina algenga tegundin í ættkvíslinni, og eina tegundin sem er ekki ógnað eða í hættu. Hún er skyldust Widdringtonia cedarbergensis frá Cedarberg fjöllum.
Hún finnst yfirleitt hátt upp í fjallahlíðum, milli kletta, í giljum, heiðum og graslendi. Hún er vanalega í litlum lundum, eins og litli skógurinn ofan á fjallinu fyrir ofan Kirstenbosch. [2][3][4]
Widdringtonia nodiflora er barrtré ættað frá Suður-Afríku. Það vex vanalega upp til fjalla, gjarnan í klettum á fjallshlíðum. Barrið og viðurinn eru mjög eldfim og búsvæðinu hættir við villieldi. Til mótvægis myndar tegundin greinar og stofna frá rótum eftir að hafa brunnið.
Widdringtonia wallichii, áður Widdringtonia cedarbergensis[2][3] er barrtré ættað frá Suður-Afríku þar sem það er einlent í Cederberg fjöllum norðaustur af Höfðaborg í Vesturhöfða. Því er ógnað af tapi búsvæða[4][5][6] og er verndað undir "National Forest Act (Act 84)" frá 1998.[7]
Það er lítið sígrænt tré sem verður 5–7 m (sjaldan að 20 m) hátt. Blöðin eru hreisturlaga, 1,5 mm löng og 1mm breið á smásprotum, og að 15 mm langt á öflugum vaxtarsprotum. Könglarnir eru hnattlaga til kassalaga, 2 til 3 sm langir með fjórum köngulskeljum.[4]
Widdringtonia wallichii, áður Widdringtonia cedarbergensis er barrtré ættað frá Suður-Afríku þar sem það er einlent í Cederberg fjöllum norðaustur af Höfðaborg í Vesturhöfða. Því er ógnað af tapi búsvæða og er verndað undir "National Forest Act (Act 84)" frá 1998.
Það er lítið sígrænt tré sem verður 5–7 m (sjaldan að 20 m) hátt. Blöðin eru hreisturlaga, 1,5 mm löng og 1mm breið á smásprotum, og að 15 mm langt á öflugum vaxtarsprotum. Könglarnir eru hnattlaga til kassalaga, 2 til 3 sm langir með fjórum köngulskeljum.