Álka (fræðiheiti: Alca torda) er strandfugl af svartfuglaætt.
Hún er svört á bakinu og höfðinu en hvít á maganum. Á nefinu hefur hún hvíta mjóa rönd. Í sumarbúningi er framháls og vangi hvítur og augntaumurinn hverfur. Goggurinn er hár og flatur til hliðanna. Hún er hér á landi frá því í enda febrúar og fram í byrjun ágúst þó partur af stofninum haldi sér hér allt árið.
Álkan gerir sér hreiður í urðum, glufum og skútum. Langstærsta álkubyggðin á Íslandi er undir Látrabjargi og meirihluti allra álka í heiminum er hér á landi. Hún er skyld geirfuglinum sem dó út 1844 í Eldey.
Álka (fræðiheiti: Alca torda) er strandfugl af svartfuglaætt.