dcsimg

Nykrur ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Nykrur (fræðiheiti Potamogeton) eru fjölærar rótfastar vatnaplöntur. Stilkir vaxa í vatni upp frá vatnbotni, blöð sem eru undir vatni eru aflöng en flotblöð sem eru í vatnsyfirborði eru rúnnuð. Blómin eru tvíkynjuð og sitja á axi sem kemur upp úr vatninu. Nykrur lifa í ferskvatni og ísöltu vatni. Þær vaxa oft í þéttum og miklum breiðum og eru mikilvægar sem fæða og búsvæði fyrir mörg dýr. Það getur verið erfitt að tegundagreina nykrur.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS