Fjallaþinur (fræðiheiti:Abies lasciocarpa) er norður-amerísk þintegund af þallarætt.
Fjallaþinur vex í vesturhluta Norður-Ameríku hátt til fjalla. Hann vex upp í allt að 3500 m hæð í Klettafjöllunum en niður í 500 m í Alaska. Hann þolir illa umhleypinga. Nær allt að 20-30 m hæð, en er runnavaxinn við skógarmörk. Hann er talinn með harðgerðustu tegundum erlendis, en ekki þolinn gagnvart þurrum frostnæðingi. [2] Fjallaþinur er skuggþolinn. Krónan er mjó-keilulaga til næstum súlulaga. Greinar eru útstæðar, næstum láréttar eða lítið eitt niðursveigðar. Ungur börkur er sléttur og silfurgrár en verður að lokum grár eða grábrúnn og rifinn. Könglarnir eru sívalir og uppréttir. [3] Barrið er mjúkt viðkomu og nýtist sem jólaskraut.
Hefur verið ræktaður hérlendis frá 1905 og til í í flestum landshlutum en best hefur gengið að rækta hann inn til dala. Stálpuð tré finnast í trjásafninu í Hallormsstaðarskógi, 12-15 m há tré sem komu frá Noregi 1937. [4] Einnig eru stæðileg tré í Skorradal og Þjórsárdal. Tilraunir hafa verið gerðar með ágræðslu fjallaþins í Fnjóskadal. Ætlunin er að framleiða úrvalsfræ af fjallaþin til jólatrjáaræktar. [5]
Árið 2016 brotnuðu tveir toppar í stórviðri af aldargömlum fjallaþin í Mörkinni, Hallormsstað. Það er eitt sverasta tré landsins og vinsælt er að klifra í því. [6]
Fjallaþinur (fræðiheiti:Abies lasciocarpa) er norður-amerísk þintegund af þallarætt.