Lyklar (fræðiheiti: Primula)[1] er ættkvísl, af aðallega jurtkenndum[2] plöntum í Maríulykilsætt. Einungis tvær tegundir hafa fundist villtar á Íslandi; Davíðslykill (P. egaliksensis) og Maríulykill (P. stricta). Þekktar garðplöntur eru allnokkrar; P. auricula (Mörtulykill), P. veris (Sifjarlykill) and P. elatior (Huldulykill). Þessar tegundir og margar aðrar hafa verið mikils metnar vegna blómfegurðar. Þær hafa verið gríðarmikið ræktaðar og kynblandaðar - í tilfelli Laufeyjarlykils P. veris, í mörg hundruð ár. Primula eru upprunnar úr tempraða belti norðurhvels, suður til fjalla Eþíópíu, Indónesíu og Nýju Guineu, og í tempraða belti Suður Ameríku. Næstum helmingur þekktra tegunda er frá Himalajafjöllum.[2]
Primula er með allt að 500 tegundir í hefðbundnum flokkunarfræðum, og fleiri ef skyldar ættkvíslir eru taldar með.[3]
Primula er flókin og breytileg ættkvísl, með búsvæði frá háfjalla hlíðum til mýra á láglendi. Plönturnar blómstra aðallega að vori, með blómin í sveip (sjaldan stök) á blaðlausum stönglum sem koma upp úr blaðhvirfingu, blöðin eru aflöng heil; blómin geta verið af næstum hvaða lit sem er. Allnokkrar tegundir eru með mjölkenndu dufti (farina) á blöðum, stönglum og blómum og jafnvel innan í blómunum.[2] Margar tegundir eru aðlagaðar fjallaloftslagi.
Orðið primula kvenkyns mynd af latneska orðinu primus, sem merkir fyrstur, og vísar til blómanna sem eru meðal þeirra fyrstu til að blómstra að vori.[4]
Laufeyjarlykill (og líklega fleiri Primula tegundir) er fæða lirfa nokkurra Lepidoptera tegunda, til dæmis Hamearis lucina, Noctua pronuba, Noctua janthina, Xestia c-nigrum og Xanthorhoe montanata. Sniglar geta verið ágengir.
Primula tegundir hafa mikið verið ræktaðar og blendingar af þeim, aðallega af P. elatior, P. juliae, P. veris og P. vulgaris. Polyanthus (oft nefnd P. polyantha) er einn slíkur hópur plantna, sem af er kominn mikill fjöldi afbrigða í öllum litum, yfirleitt ræktuð sem einær, og fáanlegar sem fræ eða ungar plöntur.[5]
Ættkvíslin Dodecatheon var upphaflega talin til Primula, svo sumir höfundar telja allar 14 tegundir Dodecatheon til Primula.[6]
Flokkun ættkvíslarinnar Primula hefur verið rannsökuð í yfir eina öld. Þar sem þessi ættkvísl er bæði stór og fjölbreytileg (með um 500 tegundir), hafa grasafræðingar skipað tegundum niður í undirættkvíslir. Vanalegasta flokkunin skiftir Primula niður í 30 undirættkvíslir.[7][8] Sumar þessara undirættkvísla (t.d. Vernales, Auricula) innihalda margar tegundir, aðrar bara eina.
Tegundir meðtaldar:[9][10][11]
Lyklar (fræðiheiti: Primula) er ættkvísl, af aðallega jurtkenndum plöntum í Maríulykilsætt. Einungis tvær tegundir hafa fundist villtar á Íslandi; Davíðslykill (P. egaliksensis) og Maríulykill (P. stricta). Þekktar garðplöntur eru allnokkrar; P. auricula (Mörtulykill), P. veris (Sifjarlykill) and P. elatior (Huldulykill). Þessar tegundir og margar aðrar hafa verið mikils metnar vegna blómfegurðar. Þær hafa verið gríðarmikið ræktaðar og kynblandaðar - í tilfelli Laufeyjarlykils P. veris, í mörg hundruð ár. Primula eru upprunnar úr tempraða belti norðurhvels, suður til fjalla Eþíópíu, Indónesíu og Nýju Guineu, og í tempraða belti Suður Ameríku. Næstum helmingur þekktra tegunda er frá Himalajafjöllum.
Primula er með allt að 500 tegundir í hefðbundnum flokkunarfræðum, og fleiri ef skyldar ættkvíslir eru taldar með.