Vafningsklukkuætt[1] (latína: Convolvulaceae) eða vafklukkuætt[2] er ætt blómplantna. Ættin inniheldur aðallega klifurjurtir og sumar þeirra eru ræktaðar til skrauts, sem náttúrulyf eða sem matjurtir.[3] Sætar kartöflur eru af vafningsklukkuætt og eru mikilvægt nytjajurt fyrir manninn.
Tegundir af vafningsklukkuætt hafa stakstæð blöð oft þykkar rætur eða jarðstöngla sem geta myndað nýja plöntu. Sumar tegundir lifa sníkjulífi og þær hafa ekki blaðgrænu. Stöngularnir eru trjákenndir eða mjúkir.[3]
Blómin eru mynduð af fimm lausum bikarblöðum sem vaxa yfir reifarblöðum í sumum tegundum. Krónublöðin eru fimm talsins og þau eru samvaxin þannig að blómið er í laginu eins og trompet. Fræflarnir eru fimm og eru samvaxnir við krónublöðin. Blómin eru undirsætin. Aldinið er hýðisaldin sem getur innihaldið fimm trjákennd fræ. Fræin eru stundum hærð.[3]
Vafningsklukkuætt (latína: Convolvulaceae) eða vafklukkuætt er ætt blómplantna. Ættin inniheldur aðallega klifurjurtir og sumar þeirra eru ræktaðar til skrauts, sem náttúrulyf eða sem matjurtir. Sætar kartöflur eru af vafningsklukkuætt og eru mikilvægt nytjajurt fyrir manninn.