Sequoia er ættkvísl barrtrjáa í undirættinni Sequoioideae í ættinni Cupressaceae. Eina núlifandi tegund ættkvíslarinnar er Sequoia sempervirens strandskógum í norður Kaliforníu og suðvestur Oregon í Bandaríkjunum.[1][2]
Nokkrar útdauðar tegundir hafa verið greindar út frá steingerfingum, þar á meðal Sequoia affinis (vesturhluta norður Ameríku), Sequoia chinensis (engar traustar heimildir, greining óviss) í Kína, Sequoia langsdorfii (endurgreind sem Metasequoia[3]), Sequoia dakotensis (endurgreind sem Metasequoia[3]) í Suður-Dakóta (Maastrichtian), og Sequoia magnifica (viðarsteingerfingur frá Yellowstone National Park).
Nafnið Sequoia var fyrst útgefið sem ættkvíslarnafn af austurríska grasafræðingnum Stephan Endlicher 1847.[4] Hinsvegar lét hann ekki eftir neinar upplýsingar um hversvegna hann valdi nafnið og engar heimildir eru um af hverju það er dregið.
Algengasta ágiskunin er að Endlicher, tungumálafræðingur, kínafræðingur og textafræðingur, sem og grasafræðingur hafi nefnt hana til heiðurs Sequoyah,[5][6] upphafsmanns Cherokee syllabary (indíánaritmál),[7] sem nú er þekkt sem Sequoyan.[8] Önnur tilgáta síðan um 1860 er að það sé dregið af latneska orðinu "sequence".[9]
Muleady-Mecham, Nancy E. Ph.D. (2017) "Endlicher and Sequoia: Determination of the Entymological Origin of the Taxon Sequoia," Bulletin of the Southern California Academy of Sciences: Vol. 116: Iss. 2. Available at: http://scholar.oxy.edu/scas/vol116/iss2/6
Sequoia er ættkvísl barrtrjáa í undirættinni Sequoioideae í ættinni Cupressaceae. Eina núlifandi tegund ættkvíslarinnar er Sequoia sempervirens strandskógum í norður Kaliforníu og suðvestur Oregon í Bandaríkjunum.
Nokkrar útdauðar tegundir hafa verið greindar út frá steingerfingum, þar á meðal Sequoia affinis (vesturhluta norður Ameríku), Sequoia chinensis (engar traustar heimildir, greining óviss) í Kína, Sequoia langsdorfii (endurgreind sem Metasequoia), Sequoia dakotensis (endurgreind sem Metasequoia) í Suður-Dakóta (Maastrichtian), og Sequoia magnifica (viðarsteingerfingur frá Yellowstone National Park).