dcsimg
Image of Sea slater

Sea Slater

Ligia oceanica (Linnaeus 1767)

Sölvahnútur ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Sölvahnútur (fræðiheiti: Ligia oceanica) er krabbadýr af ættbálki jafnfætla. Hann er háður sjó og finnst efst í klapparfjörum og á klettum og sjávarfitjum þar sem seltuáhrifa gætir. Hann finnst oft ofan við mörk stórstraumsflóðs. Sölvahnútur heldur sig í fylgsnum á daginn og fer á stjá á nóttunni í fæðuleit. Hann étur ýmis konar þörunga og getur orðið þriggja ára en á afkvæmi aðeins einu sinni og þá á síðasta ári æviskeiðsins. Hann getur orðið meira en 3 sm að lengd.

Útbreiðsla við Ísland

Sölvahnútur finnst á Íslandi á svæði við Reykjanes frá Reykjanesvita norður að Reykjanesvirkjun. Hann var áður algengur á Heimaey en hefur ekki orðið vart þar síðan 1920. Sölvahnútur er á mörkum þess að vera landdýr eða sjávardýr.

Heimildir

 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Sölvahnútur: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Sölvahnútur (fræðiheiti: Ligia oceanica) er krabbadýr af ættbálki jafnfætla. Hann er háður sjó og finnst efst í klapparfjörum og á klettum og sjávarfitjum þar sem seltuáhrifa gætir. Hann finnst oft ofan við mörk stórstraumsflóðs. Sölvahnútur heldur sig í fylgsnum á daginn og fer á stjá á nóttunni í fæðuleit. Hann étur ýmis konar þörunga og getur orðið þriggja ára en á afkvæmi aðeins einu sinni og þá á síðasta ári æviskeiðsins. Hann getur orðið meira en 3 sm að lengd.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS