Skíðafura (fræðiheiti: Pinus pungens) er smávaxin furutegund sem er ættuð frá Appalasíufjöllum í Bandaríkjunum.[2]
Pinus pungens verður 6 til 12 m há, með órglulega ávölu vaxtarlagi. Barrnálarnar eru tvær saman, stöku sinnum þrjár, gulgrænar til grænar, nokkuð gildar, 4 til 7 sm langar. Frjóð er losað nokkuð snemma miðað við aðrar tegundir sem dregur úr blöndun. Könglarnir eru á mjög stuttum stilk, egglaga, fölbleikir til fölgulir, 4 til 9 sm langir; hver köngulskel er með kröftugan, hvassann gadd um 4 til 10mm langan. Smáplöntur geta fengið köngla 5 ára gamlar.
Þessi tegund vex helst í þurrum jarðvegi og finnst helst á grýttum hlíðum, í 300 til 1760 m hæð. Hún er oftast stök tré eða litlum lundum, ekki í stórum skógum eins og aðrar furur, og þarf reglubundna röskun til að smáplönturnar þrífist.
Skíðafura (fræðiheiti: Pinus pungens) er smávaxin furutegund sem er ættuð frá Appalasíufjöllum í Bandaríkjunum.