Populus deltoides[1][2] er lauftré í svartaspa-geira, ættað frá Norður-Ameríku, sem vex í austur, mið og suðvestur Bandaríkjunum, syðsta hluta austur Kanada, og norðaustur Mexíkó.[3]
Populus deltoides er stórt tré sem verður 20 - 40m hátt og með bol sem verður 1,8m í þvermál, eitt af stærstu lauftrjáa tegundum N-Ameríku. Börkurinn er silfurhvítur, sléttur eða lítið eitt sprunginn meðan tréð er ungt, og verður dökk grár og með djúpum sprungum á eldri trjám. Greinarnar eru grá-gular og kröftugar, með stórum þríhyrndum blaðörum. Brumin eru grönn, ydd, 1-2 sm löng, gulbrún og klístruð. Hún er ein af hraðvöxnustu trjám í Norður Ameríku. Í árdölum Mississippi, hefur vöxtur upp á 3 til 5 metra á ári í nokkur ár sést. Stöðugur hæðarvöxtur upp á 1,5 m og ummálsaukning á 2,5 sm er algengur.
Blöðin eru stór, þríhyrnd, 4-10sm löng og 4-11sm breið með flötum grunni og stilk 3-12sm löng. Þau eru gróftennt, tennurnar eru sveigðar og með kirtlum á endanum, og stilkurinn er flatur; þau eru dökkgræn og verða gul á haustin (en margar aspir á þurrum svæðum missa laufin snemma vegna þurrks og ryðsvepps, sem gerir haustlitinn daufan eða engan). Vegna flatra blaðstilkanna titra blöðin við minnsta blæ. Þetta er eitt af einkennum tegundarinnar.[4]
Populus deltoides verða að öllu jöfnu 70 til 100 ára, en geta orðið 200 til 400 ára við heppilegar aðstæður.
Balmwille tréð (höggvið 2015) var elsta skráða eintakið í Bandaríkjunum, en hún mun hafa byrjað að vaxa 1699.[5]
Populus deltoides er lauftré í svartaspa-geira, ættað frá Norður-Ameríku, sem vex í austur, mið og suðvestur Bandaríkjunum, syðsta hluta austur Kanada, og norðaustur Mexíkó.