Taxodium mucronatum[2] er tegund af barrtré sem er ættuð frá Mexíkó og Gvatemala.[3]
Þetta er stórt sígrænt eða hálfsígrænt tré, að 40 m hátt með 1 til 3 m stofnþvermál (einstaka sinnum mun meira; sjá fyrir neðan). Barrnálarnar eru í skrúfgang eftir greininni, undnar í grunninn svo að þær eru í flötum röðum sitt hvorum megin á sprotanum, 1 - 2 sm langar og 1 - 2 mm breiðar. Könglarnir eru egglaga, 1,5 - 2,5 sm langir og 1 - 2 sm breiðir. Ólíkt hinum tegundunum tvemur (Taxodium distichum og Taxodium ascendens) myndar hún sjaldan sýprushné á rótunum.[4] Tré frá hálendi verða sérstaklega gild.
Eitt tré: Árbol del Tule í Santa María del Tule, Oaxaca, Mexíkó, gildasta tré í heimi með 11,42 m í þvermál. Nokkur önnur með 3 til 6m í þvermál eru þekkt. Næstgildasta tréð er the Big Baobab, af tegundinni Adansonia digitata.