Picea spinulosa,[1] er grenitegund ættuð frá austur Himalajafjöllum, í Indlandi (Sikkim), Nepal og Bútan. Það vex í 2,400 til 3,700 metra hæð í blönduðum barrskógum.
Það verður 40 til 55 metra hátt (einstaka sinnum að 65 metrum), og með stofnþvermál að 1 til 2.5 metrum. Það er með keilulaga krónu með láréttum greinum og yfirleitt hangandi smágreinum.
Sprotarnir eru hvítleitir til föl gulbrúnir, hárlausir. Barrið er nálarlaga, 1.7 til 3.2 sm langt, grannt, tígullaga til lítið eitt útflatt í þversniði, gljáandi grænt að ofan, með tvær bláhvítar loftaugarákir að neðan. Könglarnir eru sívalir til keilulaga, 6 til 12 sm langir og 2 sm breiðir, grænir eða rauðmengaðir óþroskaðir, verða gljáandi rauðgulbrúnir til rauðbrúnir við þroska, og 3 sm breiðir, 5 til 7 mánuðum eftir frjóvgun; köngulhreistrið er í meðallagi stíft, með mjúkyddum enda.
Litninga tala þess er 2n = 24.[2]
Picea spinulosa er stöku sinnum ræktað sem prýðistré í stórum görðum í vestur og mið Evrópu vegna aðlaðandi hangandi smágreinanna.
Picea spinulosa, er grenitegund ættuð frá austur Himalajafjöllum, í Indlandi (Sikkim), Nepal og Bútan. Það vex í 2,400 til 3,700 metra hæð í blönduðum barrskógum.
Það verður 40 til 55 metra hátt (einstaka sinnum að 65 metrum), og með stofnþvermál að 1 til 2.5 metrum. Það er með keilulaga krónu með láréttum greinum og yfirleitt hangandi smágreinum.
Sprotarnir eru hvítleitir til föl gulbrúnir, hárlausir. Barrið er nálarlaga, 1.7 til 3.2 sm langt, grannt, tígullaga til lítið eitt útflatt í þversniði, gljáandi grænt að ofan, með tvær bláhvítar loftaugarákir að neðan. Könglarnir eru sívalir til keilulaga, 6 til 12 sm langir og 2 sm breiðir, grænir eða rauðmengaðir óþroskaðir, verða gljáandi rauðgulbrúnir til rauðbrúnir við þroska, og 3 sm breiðir, 5 til 7 mánuðum eftir frjóvgun; köngulhreistrið er í meðallagi stíft, með mjúkyddum enda.
Litninga tala þess er 2n = 24.
Picea spinulosa er stöku sinnum ræktað sem prýðistré í stórum görðum í vestur og mið Evrópu vegna aðlaðandi hangandi smágreinanna.