dcsimg

Hnýðingur ( الآيسلندية )

المقدمة من wikipedia IS

Hnýðingur eða blettahnýðir (fræðiheiti: Lagenorhynchus albirostris) er hvalur af höfrungaætt og undirættbálk tannhvala. Hnýðingur er náskyldur leiftri (Lagenorhynchus acutus), en er talsvert stærri og frábrugðinn í litamynstri.

Lýsing

 src=
Módell af hnýðingi

Hnýðingar eru meðal stærstu höfrunga, þeir eru 1,1-1,2 m við fæðingu og verða fullvaxin dýr um 3 metra löng og vega 250-370 kílógrömm. Lítill munur er á stærð kynjanna en kýrnar eru þó heldur minni en tarfarnir. Hvalurinn er fremur gildvaxinn miðað við aðra höfrunga en samt mjög rennilegur. Latneskt tegundarheiti hnýðinga, albirostris, vísar til hinnar hvítu trjónu. Hún er stutt en fremur gild og ennið fremur lágt. Hornið er stórt og aftursveigt. Skrokklitur er misjafn milli einstaklinga en yfirleitt svartur eða dökkgrár en kviðurinn hvítur eða ljósgrár.

Útbreiðsla og hegðun

 src=
Beinagrind hnýðings

Útbreiðsla hnýðings er um norðanvert Norður-Atlantshaf og norður í Norður-Íshaf. Suðurmörk útbreiðslusvæðisins eru um það bil við landamæri Bandaríkjanna og Kanada i vestri og við Norður-Frakkland í austri. Í norðri nær svæðið allt að Nuuk á vesturströnd Grænlands og í austri norður fyrir Scoresbysund og allt norðaustur til Svalbarða. Hnýðingur er mun algengari við strendur Evrópu en við Norður-Ameríku.[2]

Hnýðingar halda sig yfirleitt á grunnsævi þó svo að þá megi oft sjá í stórum hópum á úthafssvæðum. Hnýðingar eru langalgengasta tegund höfrunga við strendur Íslands. Þeir sjást við suðvesturströnd Íslands einkum frá því í júní og fram í ágúst. Þéttleiki hnýðinga í Faxaflóa á sumrin tengist útbreiðslu sandsílis.

Fæðuöflun hnýðinga er að mestu óþekkt, en fáeinar rannsóknir sem hafa farið fram benda til þessa að ýmsar tegundir þorskfiska séu aðaluppistaða en einnig smokkfiskur, síld og loðna

Hnýðingar halda sig oftast í fremur litlum hópum, um eða innan við tíu dýr. Ekki er þó óalgengt að stærri hópar sjáist, allt að 1500 dýr.

Algengt er að hnýðingar elti skip og báta og syndi um stund í bógöldunni. Þeir stökkva gjarnan og þá oft nánast lóðrétt upp úr sjónum.

Eins og aðrar höfrungategundir gefa hnýðingar frá sér ýmis hljóð til samskipta. Tíðnisvið hljóðanna hjá hnýðingum er hærra en hjá nokkurri annarri höfrungategund.[3]

Veiðar og fjöldi

Ekkert er vitað um heildarstofnstærð hnýðings á útbreiðslusvæðinu. Við talningu Hafrannsóknarstofnunar á stórhvölum hafa minni hvalir einnig verið taldir og gögn þaðan benda til að fjöldi hnýðinga við Ísland nemi að minnsta kosti nokkrum tugum þúsunda.

Nokkuð var um veiðar á hnýðingi við Ísland á öldum áður. Einkum virðast veiðarnar hafa farið fram þegar dýrin urðu innlyksa í hafís og voru þau þá skutluð og dregin upp á ísinn.[4] Árið 1894 er t.d. getið um að 20-30 hnýðinga hafi rekið á land í Furufirði [5] Þeir hafa einnig verið veiddir í minna mæli á hafi úti með byssum, skutlum og í net.

Tilvísanir

  1. Hammond o.fl. 2008
  2. Northridge o.fl. 1997
  3. Rasmussen og Miller, 2002
  4. Bjarni Sæmundsson 1932
  5. Lögberg, 16. tölublað (03.03.1894), Blaðsíða 2

Heimildir

  • Ásbjörn Björgvinsson og Helmut Lugmayr, Hvalaskoðun við Ísland (Reykjavík: JPV Útgáfan, 2002).
  • Bjarni Sæmundsson, Íslensk dýr II: Spendýrin (Reykjavík: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, 1932).
  • Bloch D. og E. Fuglø, Nordatlantens vilde pattedyr (Tórshavn: Føroya Skúlabókagrunnur, 1999).
  • Evans P.G.H., The natural history of whales and dolphins (London: Christopher Helm, 1987).
  • Hammond, P.S., G. Bearzi, A. Bjørge, K. Forney, L. Karczmarski, T. Kasuya, W.F. Perrin, M.D. Scott, J.Y. Wang, R.S. Wells og B. Wilson, „Lagenorhynchus albirostris“, 2008 IUCN Red List of Threatened Species (IUCN 2008).
  • Northridge S., M. Tasker, A. Webb, K. Camphuysen og M. Leopold. White-beaked Lagenorhynchus albirostris and Atlantic white-sided dolphin L. acutus distibution in Northwest European and US North Atlantic Waters. „Report of the International Whaling Commision“ 47 (1997): 797-805.
  • Gísli A. Víkingsson og Droplaug Ólafsdóttir, Hnýðingur Í: Páll Hersteinsson (ritsj.), Íslensk spendýr (Reykjavík: Vaka-Helgafell 2005). ISBN 9979-2-1721-9
  • Rasmussen M.H. og L.A. Miller, „Whistles and clicks from white-beaked dolphins, Lagenorhynchus albirostri, recorded in Faxaflói Bay, Iceland“, Aquatic Mammals 28 (2002): 78-89.
  • Sigurður Ægisson, Jón Ásgeir í Aðaldal, Jón Baldur Hlíðberg, Íslenskir hvalir fyrr og nú (Reykjavík: Forlagið, 1997).
  • Stefán Aðalsteinsson, Villtu spendýrin okkar (Reykjavík: Bjallan, 1987).

ترخيص
cc-by-sa-3.0
حقوق النشر
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
النص الأصلي
زيارة المصدر
موقع الشريك
wikipedia IS

Hnýðingur: Brief Summary ( الآيسلندية )

المقدمة من wikipedia IS

Hnýðingur eða blettahnýðir (fræðiheiti: Lagenorhynchus albirostris) er hvalur af höfrungaætt og undirættbálk tannhvala. Hnýðingur er náskyldur leiftri (Lagenorhynchus acutus), en er talsvert stærri og frábrugðinn í litamynstri.

ترخيص
cc-by-sa-3.0
حقوق النشر
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
النص الأصلي
زيارة المصدر
موقع الشريك
wikipedia IS